3. fundur
atvinnuveganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 2. febrúar 2017 kl. 08:30


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 08:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 1. varaformaður, kl. 08:30
Hanna Katrín Friðriksson (HKF) 2. varaformaður, kl. 08:30
Gunnar I. Guðmundsson (GIG) fyrir Evu Pandoru Baldursdóttur (EPB), kl. 08:30
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS) fyrir Sigurð Inga Jóhannsson (SIJ), kl. 08:55
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP) fyrir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur (LRM), kl. 08:30
Logi Einarsson (LE), kl. 08:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 08:30
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ), kl. 09:25

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Dagskrárliðnum var frestað.

2) Kynning á þingmálum Kl. 08:30
Á fund nefndarinnar kom Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar.
Hún kynnti þau þingmál sem hún hyggst leggja fyrir þingið á löggjafarþinginu.
Ásamt henni komu á fundinn Heimir Skarphéðinsson, Ingvi Már Pálsson og Sigrún Brynja Einarsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

3) Önnur mál Kl. 09:05
Rætt var um sjómannaverkfallið og var fallist á tillögu formanns um að nefndin leitaði eftir því við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að gerð yrði samantekt á þjóðhagslegum þess í ráðuneytinu.

KÓP benti á að oft væri skörun á málefnasviði milli nefnda og rétt væri að nefndir hefðu gott samstarf.

Fundi slitið kl. 09:35