13. fundur
atvinnuveganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 30. mars 2017 kl. 09:00


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 1. varaformaður, kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Gunnar I. Guðmundsson (GIG), kl. 09:00
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS) fyrir Sigurð Inga Jóhannsson (SIJ), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Logi Einarsson (LE), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ), kl. 09:10

ÓBK vék af fundi kl. 9.35.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 11. fundar var samþykkt.

2) Innflutningur ferskra matvara Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málefnið og fékk á sinn fund Þórólf Guðnason frá embætti landlæknis og Sigurborgu Daðadóttur frá Matvælastofnun.

3) Önnur mál Kl. 09:45
ÁsF óskaði eftir að á næsta fundi yrði fjallað um flutning starfa við fiskvinnslu frá Akranesi og að fulltrúar SFS og samtaka sjávarútvegssveitarfélaga yrðu boðaðir á fundinn.

Fundi slitið kl. 09:50