20. fundur
atvinnuveganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 2. maí 2017 kl. 09:18


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:21
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 1. varaformaður, kl. 09:18
Hanna Katrín Friðriksson (HKF) 2. varaformaður, kl. 10:03
Gunnar I. Guðmundsson (GIG), kl. 09:28
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:39
Logi Einarsson (LE), kl. 09:02
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 09:06
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ), kl. 09:21

Sigurður Ingi Jóhannson vék af fundi kl. 9:35.

Theodóra S. Þorsteinsdóttir vék af fundi kl. 11:20.

Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 11:50.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Lilja Rafney Magnúsdóttir tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:18
Fundargerðir 17. og 19. fundar voru samþykktar.

2) 402. mál - fjármálaáætlun 2018--2022 Kl. 09:18
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Helgu Árnadóttur frá Samtökum ferðaþjónustunnar, Sigurð Eyþórsson frá Bændasamtökunum, Bjarka Kristjánsson frá Matvælastofnun, Hallgrím Jónasson frá RANNÍS, Sigurð Guðjónsson og Sólmund Má Jónsson frá Hafrannsóknarstofnun, Eyþór Björnsson frá Fiskistofu og Kristínu Lindu Árnadóttur, Vöndu Úlfrúnu Hellsing og Nicole Keller frá Umhverfisstofnun.

3) Önnur mál Kl. 11:57
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:57