23. fundur
atvinnuveganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 11. maí 2017 kl. 10:00


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) fyrir Pál Magnússon (PállM), kl. 10:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar) fyrir Ásmund Friðriksson (ÁsF), kl. 10:00
Dóra Sif Tynes (DT) fyrir Hönnu Katrínu Friðriksson (HKF), kl. 10:00
Gunnar Ingiberg Guðmundsson (GIG) fyrir Evu Pandoru Baldursdóttur (EPB), kl. 10:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 10:00
Logi Einarsson (LE), kl. 10:00
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 10:00

Theodóra S. Þorsteinsdóttir og Óli Björn Kárason boðuðu forföll.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Fundargerð 22. fundar var samþykkt.

2) 411. mál - Framkvæmdasjóður ferðamannastaða Kl. 10:00
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Heimi Skarphéðinsson og Sigrúnu Brynju Einarsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

3) 371. mál - breyting á ýmsum lögum vegna heitis Einkaleyfastofunnar Kl. 10:45
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Heimi Skarphéðinsson og Sigrúnu Brynju Einarsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
Einnig komu fyrir nefndina Borghildur Erlingsdóttir og Margrét Hjálmarsdóttur frá Einkaleyfastofunni og Bryndís Jónatansdóttir og Sigríður Heimisdóttir frá Samtökum iðnaðarins.

4) Önnur mál Kl. 11:25
GIG reifaði hugmynd um breytingartillögu við mál 411, framkvæmdasjóður ferðamannastaða.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:35