22. fundur
atvinnuveganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 9. maí 2017 kl. 10:00


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 10:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 1. varaformaður, kl. 10:00
Dóra Sif Tynes (DT) fyrir Hönnu Katrínu Friðriksson (HKF), kl. 10:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr) fyrir Loga Einarsson (LE), kl. 10:00
Gunnar Ingiberg Guðmundsson (GIG) fyrir Evu Pandoru Baldursdóttur (EPB), kl. 10:10
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 10:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 10:00
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ), kl. 10:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) fyrir Sigurð Inga Jóhannsson (SIJ), kl. 10:00

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Fundargerð 21. fundar var samþykkt.

2) 412. mál - umgengni um nytjastofna sjávar og Fiskistofa Kl. 10:00
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Ernu Jónsdóttur og Jóhann Guðmundsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

3) 146. mál - orkuskipti Kl. 10:40
Nefndin fjallaði um málið og var ákveðið að afgreiða það frá nefndinni á þar næsta fundi.

4) Önnur mál Kl. 10:45
Formaður fór yfir stöðu mála í nefndinni og var ákveðið að kalla ráðuneytið og umsagnaraðila fyrir nefndina á nefndadögum 10. og 11. maí.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:05