25. fundur
atvinnuveganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 17. maí 2017 kl. 15:15


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 15:15
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 1. varaformaður, kl. 15:15
Hanna Katrín Friðriksson (HKF) 2. varaformaður, kl. 15:15
Gunnar Ingiberg Guðmundsson (GIG) fyrir Evu Pandoru Baldursdóttur (EPB), kl. 15:15
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 15:15
Logi Einarsson (LE), kl. 15:15
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 15:15
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 15:15
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ), kl. 15:15

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) 272. mál - umgengni um nytjastofna sjávar o.fl. Kl. 15:20
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund
Erlu Friðriksdóttur og Þórólf Halldórsson frá Breiðafjarðarnefnd, Guðmund Guðmundsson frá Byggðastofnun (á símafundi), Héðinn Valdimarsson og Karl Gunnarsson frá Hafrannsóknastofnun, Einar Svein Ólafsson frá Íslenska kalkþörungafélaginu, Róbert A. Stefánsson frá Náttúrustofu Vesturlands (á símafundi), Friðrik Friðriksson og Kristján Þórarinsson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Bryndísi Davíðsdóttur og Eyrúnu Arnarsdóttur frá Samtökum iðnaðarins, Guðrúnu Gauksdóttur fyrir hönd Æðarræktarfélags Íslands og Ásgeir Gunnar Jónsson og Friðrik Jónsson.

2) 146. mál - orkuskipti Kl. 17:20
Fjallað var um nefndarálit og breytingartillögur við málið.

3) 411. mál - Framkvæmdasjóður ferðamannastaða Kl. 17:30
Nefndin fór yfir málið og ákvað að taka það fyrir á næsta fundi með fulltrúa ráðuneytisins og ræða tilteknar breytingar á því.

4) 412. mál - umgengni um nytjastofna sjávar og Fiskistofa Kl. 17:40
Fjallað var um málið og mun nefndarritari senda nefndarmönnum uppkast að nefndaráliti.

5) Önnur mál Kl. 17:45
ÓBK óskaði eftir að nefndin kallað eftir upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti um rekstrarstöðu og efnahag fyrirtækja í sjávarútvegi, einkum minni og meðalstærri fyrirtækja. Ástæðan er einkum þróun gengis, sjómannaverkfall og telur hann stöðuna geta verið erfiða hjá minni eða meðalstórum fyrirtækjum.

GIG óskaði eftir að fá frumvarp í 176. máli (strandveiðar, stjórn fiskveiða) á næsta fundi og samþykkti formaður að setja það á dagskrá undir lok þess fundar.

Fundi slitið kl. 17:50