26. fundur
atvinnuveganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 18. maí 2017 kl. 09:30


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 1. varaformaður, kl. 09:30
Hanna Katrín Friðriksson (HKF) 2. varaformaður, kl. 09:30
Gunnar Ingiberg Guðmundsson (GIG) fyrir Evu Pandoru Baldursdóttur (EPB), kl. 09:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:30
Logi Einarsson (LE), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 09:30
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ), kl. 10:00

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) 272. mál - umgengni um nytjastofna sjávar o.fl. Kl. 09:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Finn Árnason frá Þörungaverksmiðjunni hf. og ásamt honum Arnór Halldórsson. Einnig fundaði nefndin með Jóni Einar Jónssyni frá Rannsóknasetri HÍ á Snæfellsnesi (símafundur).

2) 411. mál - Framkvæmdasjóður ferðamannastaða Kl. 10:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Heimi Skarphéðinsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
Málið var afgreitt frá nefndinni með breytingartillögu og rita undir nefndarálit: PállM, GIG (með fyrirvara), ÁsF, LRM, HKF, LE, ThÞ, SIJ, ÓBK.

3) 146. mál - orkuskipti Kl. 11:20
Málið var afgreitt frá nefndinni með breytingartillögu og rita undir nefndarálit: PállM, GIG, ÁsF, LRM (með fyrirvara), HKF, LE (með fyrirvara), ThÞ, SIJ, ÓBK.

4) 412. mál - umgengni um nytjastofna sjávar og Fiskistofa Kl. 11:40
Fjallað var um málið og ákveðið að fá fulltrúa ráðuneytisins fyrir nefndina á næsta fund.

5) 176. mál - stjórn fiskveiða Kl. 11:55
Rætt var um málið.

6) Önnur mál Kl. 12:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:05