28. fundur
atvinnuveganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 30. maí 2017 kl. 09:15


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:15
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 1. varaformaður, kl. 09:15
Hanna Katrín Friðriksson (HKF) 2. varaformaður, kl. 09:15
Gunnar Ingiberg Guðmundsson (GIG) fyrir Evu Pandoru Baldursdóttur (EPB), kl. 09:15
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:15
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:15
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ), kl. 09:15

LE og SIJ boðuðu forföll.
ThÞ var fjarverandi.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Fundargerðir 24. - 27. fundar voru samþykktar.

2) 272. mál - umgengni um nytjastofna sjávar o.fl. Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og valdi Lilju Rafneyju Magnúsdóttur sem framsögumann þess.
Lagðar voru fram breytingartillögur og framhaldsnefndarálit.
Málið var afgreitt frá nefndinni. GIG og ÓBK rita undir álitið með fyrirvara. Logi Einarsson og Sigurður Ingi Jóhannsson rita undir álitið með heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.
Undir nefndarálit rita. PállM, LRM, ÁsF, GIG, HKF, LE, ÓBK, SIJ.

3) Önnur mál Kl. 09:45
Ákveðið var að senda 414. mál til umsagnar (mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir).

Fundi slitið kl. 09:50