29. fundur
atvinnuveganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í stigaherbergi í Alþingishúsi, þriðjudaginn 30. maí 2017 kl. 19:30


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 19:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 1. varaformaður, kl. 19:30
Hanna Katrín Friðriksson (HKF) 2. varaformaður, kl. 19:30
Guðjón S. Brjánsson (GBr) fyrir Loga Einarsson (LE), kl. 19:30
Gunnar Ingiberg Guðmundsson (GIG) fyrir Evu Pandoru Baldursdóttur (EPB), kl. 19:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 19:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 19:30
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ), kl. 19:30
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) fyrir Sigurð Inga Jóhannsson (SIJ), kl. 19:30

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) 272. mál - umgengni um nytjastofna sjávar o.fl. Kl. 19:30
Rætt var að nýju um frumvarpið í nefndinni. Málið var afgreitt af meiri hluta nefndarinnar með viðbótarbreytingum á nefndaráliti.
Flutningsmenn að breytingartillögu og nefndaráliti eru: PállM, LRM, ÁsF, GBr, HKF, ÓBK (með fyrirvara), ThÞ, ÞórE.

2) Stjórn fiskveiða Kl. 19:40
Ákveðið var að nefndin flytti frumvarp til laga um breyt. á lögum um stjórn fiskveiða þar sem kveðið er á um að ákvæði til bráðabirgða falli brott eða framlengist.

3) Önnur mál Kl. 19:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 19:50