33. fundur
atvinnuveganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 11. september 2017 kl. 09:30


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 1. varaformaður, kl. 09:30
Hanna Katrín Friðriksson (HKF) 2. varaformaður, kl. 09:30
Eva Pandora Baldursdóttir (EPB), kl. 09:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:30
Logi Einarsson (LE), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 09:40
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ), kl. 09:30

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Tillaga um að hafa fundinn opinn fjölmiðlum Kl. 09:30
Samþykkt var tillaga um að fundurinn yrði opinn fjölmiðlum.

2) Staðan í sauðfjárrækt Kl. 09:30 - Opið fréttamönnum
Nefndin fjallaði um stöðuna í sauðfjárrækt og fékk á sinn fund Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Með henni var aðstoðarmaður hennar Guðmundur Kristján Jónsson aðstoðarmaður hennar og Kristján Skarphéðinsson og Ólafur Friðriksson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

3) Önnur mál Kl. 10:45
SIJ óskaði eftir að kallað verði eftir skýrslu Byggðastofnunar til samgöngu og sveitarstjórnarráðherra.
LRM minnti á beiðni sína um að fjallað yrði um fiskeldi og tiltekinn fiskeldisfræðingur fenginn fyrir nefndina.

Fundi slitið kl. 10:45