5. fundur
atvinnuveganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 6. febrúar 2018 kl. 08:30


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 08:55
Inga Sæland (IngS) 1. varaformaður, kl. 08:45
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 08:30
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE), kl. 08:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 08:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 08:30
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 08:30
Smári McCarthy (SMc), kl. 08:30

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Fundargerð 3. og 4. fundar voru samþykktar.

2) Þingmálaskrá 148. löggjafarþings 2017-2018 Kl. 08:30
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kom á fund nefndarinnar ásamt Jóhanni Guðmundssyni og Ólafi Friðrikssyni frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og kynnti þau þingmál sem hann hyggst leggja fyrir á löggjafarþinginu.

3) Veiðigjöld Kl. 09:30
Nefndin fjallaði um veiðigjöld og starf veiðigjaldsnefndar. Á fundinn komu Hinrik Greipsson starfsmaður veiðigjaldsnefndar og nefndarmenn veiðigjaldsnefndar Arndís Steinþórsdóttir, Daði Már Kristófersson og Jóhann Sigurjónsson.

4) Önnur mál Kl. 11:15
Rætt var um að finna tíma fyrir heimsókn nefndarinnar vestur á firði til að kynna sér fiskeldi og að fjalla um fiskeldi á fundi í nefndinni.
Formaður benti á að á næsta fundi komu fulltrúar Skógræktarinnar á fund nefndarinnar til að kynna uppbyggingu skóga hér á landi.

Fundi slitið kl. 11:15