12. fundur
atvinnuveganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 8. mars 2018 kl. 08:30


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 08:30
Inga Sæland (IngS) 1. varaformaður, kl. 08:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 08:30
Logi Einarsson (LE) fyrir Albertínu Friðbjörgu Elíasdótur (AFE), kl. 08:30
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 08:30
Smári McCarthy (SMc), kl. 08:30

Njáll Trausti Friðbertsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir boðuðu forföll.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) 292. mál - einkaleyfi Kl. 08:30
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Brynhildi Pálmarsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Margréti Hjálmarsdóttur frá Einkaleyfastofu.

Inga Sæland var valinn framsögumaður málsins.

2) 115. mál - raforkulög og stofnun Landsnets hf. Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Birgi Óla Einarsson og Guðmund Sigurðsson frá Samkeppniseftirlitinu og Bryndísi Skúladóttur frá Samtökum iðnaðarins.

3) Önnur mál Kl. 10:00
Mál 330 og 331 (Matvælastofnun, matvæli o.fl.) voru send til umsagnar með fresti til að skila til 23. mars. ÁsF var valinn framsögumaður málsins.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00