18. fundur
atvinnuveganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 22. mars 2018 kl. 08:30


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 08:30
Inga Sæland (IngS) 1. varaformaður, kl. 08:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 08:30
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE), kl. 08:30
Álfheiður Eymarsdóttir (ÁlfE) fyrir Smára McCarthy (SMc), kl. 08:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 08:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 08:40
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 08:30

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) 179. mál - stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku Kl. 08:30
Nefndin hélt áfram umfjöll sinni um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Höllu Finnsdóttur og Ragnar Guðmundsson Frá Norðuráli ehf., Baldur Dýrfjörð og Pál Erland frá Samorku, Ásdísi Hlökk og Jakob Gunnarsson frá Skipulagsstofnun og Agnar Braga Bragason frá Umhverfisstofnun.

2) 215. mál - lax- og silungsveiði Kl. 09:45
Málið var afgreitt frá nefndinni og rita allir mættir nefndarmenn undir nefndarálit: LRM, NF, IS, HSK, AFE, ÁsF, KÓP, SPJ, ÁlfE.

3) Strandveiðar Kl. 09:55
Samþykkt var tillaga formanns um að nefndin leggi fyrir þingið frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (strandveiðar).
Einnig var ákveðið að senda frumvarpið til umsagnar til að fá viðbrögð við því.
Álfheiður Eymarsdóttir óskaði eftir að bókað yrði:
Tilgangur frumvarpsins er annars vegar að auka veiðiheimildir smábátasjómanna og hins vegar að tryggja öryggi þeirra, þ.e. koma í veg fyrir kapphlaup í sjósókn í byrjun hvers mánaðar til að ná sem mestum afla. Ákvæði um að Fiskistofa geti með auglýsingu stöðvað strandveiðar þegar heildarafli strandveiðibáta verður meiri en sem kveðið er á um í reglugerð getur leitt til þess að ekki allir smábatar fái sína 12 daga i hverjum mánuði. Samkvæmt frumvarpinu verður hámarkskvóti fyrir strandveiðar því enn háður ákvæði reglugerðar og er auknu magni ekki fyrir að fara og er það miður. Komið er í veg fyrir aukið öryggi við strandveiðar þar sem sú takmörkun sem felst í stöðvunarheimild Fiskistofu veldur því að kapphlaup til að tryggja hámarkshlutdeild í afla mun halda áfram. Smábátar munu þannig sigla á miðin í hvaða veðri sem er til að missa ekki af veiðum. Á þeim grundvelli er efni frumvarpsins mótmælt.
Þrátt fyrir ofangreint er frumvarpið skref í átt að því að auka frelsi til smábátaveiða. Frjálsar handfæraveiðar stuðla að nýliðun í sjávarútvegi ásamt því að vera kærkomin búbót um gjörvallt landið. Því mun undirrituð styðja framgöngu málsins, þó æskilegt hefði verið að ganga lengra.

4) Önnur mál Kl. 10:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:20