17. fundur
atvinnuveganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 20. mars 2018
kl. 09:00
Mættir:
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00Inga Sæland (IngS) 1. varaformaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE), kl. 09:20
Álfheiður Eymarsdóttir (ÁlfE) fyrir Smára McCarthy (SMc), kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson boðaði forföll vegna þingstarfa erlendis.
Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir
Bókað:
1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 12., 14 og 15. fundar voru samþykktar.
2) 215. mál - lax- og silungsveiði Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Guðna Guðbergsson og Inga Rúnar Jónsson frá Hafrannsóknarstofnun - rannsókna- og ráðgjafastofnun hafs og vatna.
3) 179. mál - stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku Kl. 09:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Guðna Jóhannesson og Rakel Sveinsdóttur frá Orkustofnun, Vigdísi Ósk Hasler Sveinsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins og Bryndísi Skúladóttur frá Samtökum iðnaðarins.
4) 115. mál - raforkulög og stofnun Landsnets hf. Kl. 10:30
Málið var afgreitt frá nefndinni og rita allir mættir nefndarmenn undir álit með breytingartillögu: LRM, HSK, IS, AFE, ÁsF, KÓP, SPJ, ÁlfE.
5) Önnur mál Kl. 10:50
Formaður kynnti frumvarp um standveiðar sem nefndin myndi leggja fram ef samstaða næst um það. Verður sent nefndarmönnum næstu daga.
Einnig var talað um mögulegt frumvarp nefndarinnar um að viðurlög séu við því ef ekki er farið að ákvæðum laga um kynjahlutfall í stjórnum fyrirtækja.
Fundi slitið kl. 11:00