26. fundur
atvinnuveganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 24. apríl 2018 kl. 09:00


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Inga Sæland (IngS) 1. varaformaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE), kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:00

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 21.-23. funda (17., 18. og 20. apríl 2018) voru samþykktar.

2) 330. mál - matvæli o.fl. Kl. 09:00
Nefndin ræddi um málið, sem þó hefur verið afgreitt frá nefndinni, og fékk nefndin á sinn fund Eggert Ólafsson og Sigurgeir Þorgeirsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

3) 331. mál - Matvælastofnun Kl. 09:00
Nefndin ræddi um málið, sem þó hefur verið afgreitt frá nefndinni, og fékk nefndin á sinn fund Eggert Ólafsson og Sigurgeir Þorgeirsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

4) 457. mál - breyting á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi Kl. 09:30
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Baldur P. Erlingsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
Lilja Rafney Magnúsdóttir var valin framsögumaður.

5) 484. mál - pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun Kl. 10:25
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Heimi Skarphéðinsson og Sigrúnu Brynju Einarsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir var valin framsögumaður.

6) 485. mál - Ferðamálastofa Kl. 10:40
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Heimi Skarphéðinsson og Sigrúnu Brynju Einarsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
Njáll Trausti Friðbertsson var valinn framsögumaður.

7) Önnur mál Kl. 10:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00