34. fundur
atvinnuveganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 7. maí 2018 kl. 15:10


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 15:10
Inga Sæland (IngS) 1. varaformaður, kl. 15:10
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 15:10
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE), kl. 15:10
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 15:10
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 15:10
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 15:10
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG) fyrir Njál Trausta Friðbertsson (NF), kl. 15:10
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 15:10

Valgerður Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 16.50.
Inga Sæland vék af fundi kl. 17.00.
Smári McCarthy var fjarverandi.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) 484. mál - pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun Kl. 15:10
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Matthildi Sveinsdóttur og Tryggva Axelsson frá Neytendastofu.

2) 457. mál - breyting á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi Kl. 15:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Kristján Þ. Davíðsson og Einar K. Guðfinnsson frá Landssambandi fiskeldisstöðva, Árna Snæbjörnsson, Óðinn Sigþórsson og Jón Helga Björnsson frá Landssambandi veiðifélaga, Sigríði Gísladóttur frá Dýralæknafélagi Íslands, Sigurð Guðjónsson og Ragnar Jóhannsson frá Hafrannsóknarstofnun, Emmu Eyþórsdóttur frá erfðanefnd landbúnaðarins og Guðjón Bragason, Vigdísi Hasler og Helgu Guðnýju Jónasdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

3) Önnur mál Kl. 18:50
Fundargerðir 24. - 26. funda voru samþykktar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 19:00