30. fundur
atvinnuveganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 27. apríl 2018 kl. 13:05


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 13:05
Inga Sæland (IngS) 1. varaformaður, kl. 13:05
Guðjón S. Brjánsson (GBr) fyrir Albertínu Friðbjörgu Elíasdótur (AFE), kl. 13:05
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 13:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 13:05
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 13:05
Smári McCarthy (SMc), kl. 13:05

Ásmundur Friðriksson og Halla Signý Kristjánsdóttir boðuðu forföll.
Sigurður Páll Jónsson vék af fundi kl. 14.15.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) 456. mál - ábúðarlög Kl. 13:05
Fjallað var um málið og það afgreitt frá nefndinni. Undir nefndarálit rita allir mættir nefndarmenn.

2) 494. mál - fjármálaáætlun 2019--2023 Kl. 13:20
Rætt var um með hvaða hætti nefndin kæmi að umfjöllun um fjármálaáætlun en fjárlaganefnd hefur óskað eftir umsögn frá fastanefndum um þann hluta tillögunnar sem fellur undir málefnasvið sérhverrar nefndar.

3) 292. mál - einkaleyfi Kl. 13:30
Rætt var um málið eftir aðra umræðu í þingsal og var það afgreitt til þriðju umræðu.

4) 179. mál - stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku Kl. 13:40
Rætt var um málið og framhald umræðu um það í nefndinni.

5) Valorka Kl. 14:15
Valdimar Össurarson kom fyrir nefndina fyrir hönd Valorku ehf. og kynnti verkefni sín og ræddi um löggjöf um Orkusjóð.

6) Önnur mál Kl. 14:45
Inga Sæland óskaði eftir því að tiltekinn einstaklingur kæmi fyrir nefndina og kynnti verkefni sín.
Einnig vísaði hún í bréf Sjómannasambandsins um 429. mál (stjórn fiskveiða, strandveiðar).
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:00