24. fundur
atvinnuveganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 20. apríl 2018 kl. 09:30


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:30
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE), kl. 09:30
Álfheiður Eymarsdóttir (ÁlfE) fyrir Smára McCarthy (SMc), kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:30
Jón Gunnarsson (JónG) fyrir Njál Trausta Friðbertsson (NF), kl. 09:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:30
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:30
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 10:50

Inga Sæland boðaði forföll vegna þingstarfa erlendis.
JónG og ÁsF véku af fundi kl. 11-11.35.
SPJ og ÁEY véku af fundi kl. 11-11.20.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Hlé var gert á fundinum milli kl. 12 og 13.15.

Bókað:

1) 429. mál - stjórn fiskveiða Kl. 09:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

2) Innflutningskvótar á ostum Kl. 11:10
Rætt var um innflutningskvóta á ostum. Nefndin fékk á sinn fund
Guðnýju Hjaltadóttur og Ólaf Stephensen frá Félag atvinnurekenda
Andrés Magnússon og Lárus Ólafsson frá Samtökum verslunar og þjónustu Sindra Sigurgeirsson og Sigurð Eyþórsson frá Bændasamtökum Íslands og Elísabetu Önnu Jónsdóttur og Ólaf Friðriksson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

3) 330. mál - matvæli o.fl. Kl. 13:15
Málið var afgreitt frá nefndinni. Undir nefndarálit rita: LRM, ÁsF, HSK, AFE, KÓP, NF, SPJ og ÁEy.

4) 331. mál - Matvælastofnun Kl. 13:15
Málið var afgreitt frá nefndinni. Undir nefndarálit rita: LRM, ÁsF, HSK, AFE, KÓP, NF, SPJ og ÁEy.

5) 292. mál - einkaleyfi Kl. 17:39
Málið var afgreitt frá nefndinni með breytingartillögu. Undir nefndarálit rita: LRM, ÁsF, HSK, AFE, KÓP, NF, SPJ og ÁEy.

6) 429. mál - stjórn fiskveiða Kl. 13:30
Málið var rætt að nýju.

7) Önnur mál Kl. 13:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:40