35. fundur
atvinnuveganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 8. maí 2018 kl. 08:30


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 08:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 08:30
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE), kl. 08:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 08:30
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 08:30
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG) fyrir Njál Trausta Friðbertsson (NF), kl. 08:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 11:10

Inga Sæland og Smári McCarthy boðuðu forföll.
Óli Björn Kárason vék af fundi kl. 11.10.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Fundargerð 34. fundar, frá 7. maí 2018, var samþykkt.

2) 457. mál - breyting á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi Kl. 08:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund
Gísla Sigurðsson frá NASF, verndarsjóði villtra laxastofa
Ingólf Ásgeirsson og Yngva Óttarsson frá The Icelandic Wildlife fund
Ernu Karen Óskarsdóttur og Viktor S. Pálsson frá Matvælastofnun Guðna Magnús Eiríksson frá Fiskistofu, Óttar Yngvason fyrir hönd Náttúruverndarsamtök Íslands og fleiri aðila sem skiluðu sameiginlegri umsögn.

3) Tilskipun (ESB) 2015/1513 sem breytir tilskipun 98/70/EB um gæði bensíns og díseleldsneytis og tilskipun 2009/28/EB um að auka notkun orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum Kl. 11:00
Dagskrárliðnum var frestað.

4) Tilskipun (ESB) 2015/2436 um samræmingu á lögum aðildarríkjanna um vörumerki Kl. 11:00
Dagskrárliðnum var frestað.

5) 433. mál - Fiskræktarsjóður Kl. 11:00
Málið var afgreitt frá nefndinni. Undir álit nefndarinnar rita: LRM, HSK, SPJ, KÓP, AFE, ÓBK, ValG.

6) 494. mál - fjármálaáætlun 2019--2023 Kl. 11:10
Afgreidd var umsögn af meiri hluta nefndarinnar til fjármálanefndar. Undir hana rita: LRM, ÁsF, HSK, KÓP, VilÁ.

7) Önnur mál Kl. 11:20
ÁsF óskaði eftir að fjallað yrði um humarstofninn í nefndinni þar sem alvarleg staða væri uppi hvað hann snerti.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:20