39. fundur
atvinnuveganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 31. maí 2018 kl. 08:00


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 08:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 08:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr) fyrir Albertínu Friðbjörgu Elíasdótur (AFE), kl. 08:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 08:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 08:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 08:00
Smári McCarthy (SMc), kl. 08:00

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Inga Sæland boðuðu forföll.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) 457. mál - breyting á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi Kl. 08:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund: Guðmund Gíslason og Þórð Þórðarson frá Fiskeldi Austfjarða, Kristján G. Jóakimsson frá Háafelli, Gísla Jón Kristjánsson frá ÍS - 47 ehf., Einar Örn Gunnarsson, Helga G. Sigurðsson og Soffíu Karen Magnúsdóttur frá Löxum fiskeldi ehf., Guðberg Rúnarsson og Kristján Þórarinsson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Jón Þór Ólason frá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur.

2) Önnur mál Kl. 10:00
Smári McCarthy mótmælti framgöngu formanns í tengslum við frumvarpið um veiðigjald (631. mál). Hann vísaði í 4. mgr. 23. gr. þingskapalaga um að þingnefndir gætu vísað máli til umsagnar eftir að því hefði verið vísað til umfjöllunar í viðkomandi nefnd. Eðlilegra hefði verið að hinkra eftir að framangreindu máli hefði verið vísað til nefndarinnar og taldi hann þetta tuddaskap.
LRM kvað brýnt að nýta tímann vel og benti á að samþykkt hefði verið í nefndinni að senda málið til nokkurra aðila til umsagnar.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15