37. fundur
atvinnuveganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 29. maí 2018 kl. 08:30


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 08:30
Inga Sæland (IngS) 1. varaformaður, kl. 08:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 08:30
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE), kl. 08:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:15
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 08:50
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 08:30
Smári McCarthy (SMc), kl. 08:30
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:05

ÞKG vék af fundi kl. 11.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Fundargerðir 28., 30. og 31. fundar voru samþykktar.

2) Veiðigjöld Kl. 08:30
Fjallað var um veiðigjald og afkomu fyrirtækja í sjávarútvegi. Á fundinn komu Arnór Snæbjörnsson og Jóhann Guðmundsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Hinrik Greipsson starfsmaður veiðigjaldsnefndar og Jónas Gest Jónasson og Jóhönnu Katrínu Pálsdóttur frá Deloitte sem kynntu samantekt á rekstri sjávarútvegsfélaga (rekstrarafkoma 2016 og áætluð afkoma 2017).

3) 457. mál - breyting á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi Kl. 10:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Agnar Bragason og Sigrúnu Ágústsdóttur frá Umhverfisstofnun og Ásdísi Hlökk Theodórsdóttur og Egil Þórarinsson frá Skipulagsstofnun.

4) 484. mál - pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun Kl. 11:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Guðnýju Hjaltadóttur og Martein Áka Erlendsson fyrir hönd Félags atvinnurekenda og Ásberg Jónsson og Gunnar Val Sveinsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar.

5) Önnur mál Kl. 11:45
Smári óskaði eftir því að mál 191, fjárfestingar í rannsóknum og þróun, kæmi á dagskrá nefndarinnar sem fyrst.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:45