3. fundur
atvinnuveganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Sunnanverðir Vestfirðir, fimmtudaginn 20. september 2018 kl. 12:00


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 12:00
Inga Sæland (IngS) 1. varaformaður, kl. 12:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 12:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 19:00
Helga Vala Helgadóttir (HVH) fyrir Albertínu Friðbjörgu Elíasdótur (AFE), kl. 12:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 12:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 12:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 12:00
Smári McCarthy (SMc) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 12:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 12:00

IS, HSK, HVH, NTF, SPJ og ÞKG véku af fundi kl. 13 á föstudeginum vegna annarra funda.

Nefndarritari:

Bókað:

1) Ferð um sunnanverða Vestfirði Kl. 12:00
Nefndin fór í heimsóknir hjá fyrirtækjum og sveitarfélögum á sunnarverðum Vestfjörðum.
Fimmtudagur.
Nefndin heimsótti og kynnti sér starfsemi Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal og tóku þeir Einar Sveinn Ólafsson og Halldór Halldórsson á móti nefndinni.
Þá kynnti nefndin sér málefni Tálknafjarðar og tóku eftirtaldir fulltrúar sveitarstjórnar á móti nefndinni: Bjarnveig Guðbrandsdóttir, Björgvin Smári Haraldsson, Berglind Eir Egilsdóttir og Lilja Magnúsdóttir.
Því næst heimsótti nefndin sjávarútvegsfyrirtækisins Odda hf. á Patreksfirði. Á móti nefndinni tóku Skjöldur Pálmason, Anna Guðrún Finnbogadóttir og Guðrún Eggertsdóttir.
Að lokum átti nefndin fund með eftirtöldum fulltrúum fiskeldisfyrirtækisins Háafell sem kynntu nefndinni starfsemi þess: Einar Valur Kristjánsson, Jón Grétar Kristjánsson og Kristján G. Jóakimsson.
Föstudagur.
Nefndin fundaði með og kynnti sér málefni Vesturbyggðar. Eftirtaldir fulltúar bæjarstjórnar tóku á móti nefndinni Iða Marsibil Jónsdóttir, Jón Árnason, Jörundur Garðarson, María Ósk Óskarsdóttir og Þórkatla Soffía Ólafsdóttir.
Jafnframt kynnti nefndin sér starfsemi Arctic Fish í Tálknafirði og Arnarlax á Bíldudal. Fyrir hönd Arctic Fish tók Sigurður Pétursson á móti nefndinni en fyrir hönd Arnarlax voru það Þorsteinn Másson, Kjartan Ólafsson, Kristian Matthiasson og Iða Marsibil Jónsdóttir.
Að lokum kynnti nefndin sér starfsemi Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum og tók María Mack á móti nefndinni.

Fundi slitið kl. 21:00