10. fundur
atvinnuveganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 18. október 2018 kl. 09:00


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Inga Sæland (IngS) 1. varaformaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:00
María Hjálmarsdóttir (MH) fyrir Albertínu Friðbjörgu Elíasdótur (AFE), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG) fyrir Njál Trausta Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:00

Nefndarritari:

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 9. fundar var samþykkt.

2) 158. mál - svæðisbundin flutningsjöfnun Kl. 09:00
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Hrund Pétursdóttur og Ólaf Kr. Hjörleifsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.

3) 179. mál - útflutningur hrossa Kl. 09:45
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Elísabetu Önnu Jónsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
Sigurður Páll Jónsson var valinn framsögumaður málsins.
Málið var sent til umsagnar með fresti til 1. nóvember nk.

4) 178. mál - dýralæknar og heilbrigðisþjónusta við dýr Kl. 09:50
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Elísabetu Önnu Jónsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
Kolbeinn Óttarsson Proppé var valinn framsögumaður málsins.
Málið var sent til umsagnar með fresti til 1. nóvember nk.

5) Önnur mál Kl. 10:05
Rætt var um frv. um veiðigjald, 144. mál, og gesti um málið. Formaður benti á að fjallað yrði um málið frá og með í næstu viku.
LRM var valinn framsögumaður málsins.

SPJ ítrekaði beiðni sína um að fá fulltrúa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis á fund út af breytingum landbúnaðarmála í ráðuneytinu. Formaður kvaðst hafa kannað málið en án árangurs.
Af þessu tilefni óskaði SPJ að bókaði yrði: Við þyrftum frekar að styrkja bændur, þ.m.t. sauðfjárbændur, og kvaðst hann ekki skilja hvers vegna sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra teldi ekki unnt að senda fulltrúa á fund nefndarinnar til að kynna breytingar í ráðuneytinu og gefa nefndarmönnum kost á að kynna sér þær.

MH spurðist fyrir um frv. um heimagistingu og hvernig eftirliti yrði háttað.

Fundi slitið kl. 10:15