12. fundur
atvinnuveganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 25. október 2018 kl. 08:30


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 08:30
Inga Sæland (IngS) 1. varaformaður, kl. 08:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 08:30
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE), kl. 08:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 08:30
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 08:30
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 08:40
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 08:40
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 08:30

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Fundargerð 11. fundar var samþykkt.

2) 144. mál - veiðigjald Kl. 08:31
Á fund nefndarinnar komu Örn Pálsson og Axel Helgason frá Landssambandi smábátaeigenda. Gerðu þeir grein fyrir sjónarmiðum sambandsins og svöruðu spurningum nefndarmanna. Því næst komu á fund nefndarinnar Arnar Atlason frá Samtökum fiskframleiðenda og Ólafur Stephensen frá Félagi atvinnurekenda. Gerðu þeir grein fyrir sjónarmiðum samtakanna og félagsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 28. mál - mótun klasastefnu Kl. 10:08
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar og veita tveggja vikna umsagnarfrest.

4) 20. mál - mótun eigendastefnu ríkisins með sérstöku tilliti til bújarða Kl. 10:09
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar og veita tveggja vikna umsagnarfrest.

5) Önnur mál Kl. 10:09
Nefndin samþykkti að fela formanni að kanna möguleika á því að nefndin fari til Noregs og/eða Færeyja til að kynna sér fiskeldi í sjó áður en boðað frumvarp ráðherra um fiskeldi verður lagt fram.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:10