14. fundur
atvinnuveganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 2. nóvember 2018 kl. 13:00


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 13:00
Inga Sæland (IngS) 1. varaformaður, kl. 13:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 13:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE), kl. 13:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 15:10
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 13:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 13:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 15:20

Ásmundur Friðriksson og Þorgerður K. Gunnarsdóttir boðuðu forföll.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) 144. mál - veiðigjald Kl. 13:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Aðalstein Þorsteinsson og Sigurð Árnason frá Byggðastofnun, Gauta Jóhannesson og Vigdísi Ósk Hasler Sveinsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Ásbjörn Óttarsson og Þorstein Bárðarson frá Samtökum smærri útgerða, Erlu Kristinsdóttur og Skjöld Pálmarsson frá fiskvinnslunni Oddi hf., Bjarna Jónsson og Björn Erlendsson fyrir hönd Samtaka eigenda sjávarjarða, Konráð S. Guðjónsson og Ísak Rúnarsson frá Viðskiptaráði Íslands, Finn Árnason frá Þörungaverksmiðjunni hf. og Erlu Friðriksdóttur, Rafn Júlíus Rafnsson og Friðrik Jónsson.

2) Önnur mál Kl. 17:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:00