23. fundur
atvinnuveganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 4. desember 2018 kl. 09:00


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 10:15
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00

Inga Sæland boðaði forföll.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) 144. mál - veiðigjald Kl. 09:00
Nefndin ræddi um frumvarpið eftir að því var vísað til hennar að lokinni 2. umræðu. Nefndin fékk á sinn fund Indriða Þorláksson fyrr. ríkisskattstjóra og Aron Baldursson frá Fiskmarkaði Íslands hf. og Daða Hjálmarsson frá KG fiskverkun hf.

2) Önnur mál Kl. 10:45
Tvö mál voru send til umsagnar, annars vegar 41. mál (ráðstafanir til að lækka eldsneytiskostnað í millilandaflugi) og hins vegar 47. mál (endurmat á hvalveiðistefnu Íslands). Frestur til að skila umsögn er 7. janúar 2019.

ÞKG óskaði eftir því að nefndin fái upplýsingar um fjölda starfa hjá Íslandspósti, einkum á landsbyggðinni.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:50