22. fundur
atvinnuveganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 29. nóvember 2018 kl. 09:00


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Inga Sæland (IngS) 1. varaformaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE), kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00

Njáll Trausti Friðbertsson boðaði forföll vegna annars fundar.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari:

Bókað:

1) 179. mál - útflutningur hrossa Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Elísabetu Önnu Jónsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
Málið var afgreitt frá nefndinni af meiri hluta hennar. Undir nefndarálit rita: LRM, SPJ, ÁsF, KÓP, HSK, NTF.
Njáll Trausti Friðbertsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritar undir álitið í samræmi við heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

2) 158. mál - svæðisbundin flutningsjöfnun Kl. 09:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Hrund Pétursdóttur frá Byggðastofnun (símafundur) og Hermann Sæmundsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.
Málið var afgreitt frá nefndinni með breytingartillögu. Undir nefndarálit rita: LRM, HSK, IS, AFE, SPJ, ÁsF, KÓP, NTF.
Njáll Trausti Friðbertsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritar undir álitið í samræmi við heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.
Þorgerður K. Gunnarsdóttir er áheyrnarfulltrúi í nefndinni og styður hún álitið.

3) 178. mál - dýralæknar og heilbrigðisþjónusta við dýr Kl. 09:55
Málið var afgreitt frá nefndinni.
Undir nefndarálit rita: LRM, KÓP, IS, HSK, AFE, ÁsF, NTF, SPJ.
Njáll Trausti Friðbertsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritar undir álitið í samræmi við heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.
Þorgerður K. Gunnarsdóttir er áheyrnarfulltrúi í nefndinni og styður hún álitið.

4) Önnur mál Kl. 10:10
ÞKG spurði um hvort nefndin ætti að fjalla um stöðuna í ferðaþjónustu.
Aðrir nefndarmenn tóku undir þetta.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15