26. fundur
atvinnuveganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 22. janúar 2019 kl. 09:00


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE), kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:40
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:15
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 09:10
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00

Ólafur Ísleifsson vék af fundi kl. 10:43.
Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 11:10.

Kolbeinn Óttarsson Proppé boðaði forföll.

Nefndarritari: Birgitta Kristjánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 25. fundar samþykkt.

2) Þjóðhagsleg áhrif hvalveiða Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Sigurður Jóhannesson og Oddgeir Ágúst Ottesen frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands.

Næst mættu Gísli Víkingsson og Sigurður Guðjónsson frá Hafrannsóknastofnun. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við skýrsluna og svöruðu spurningum nefndarmanna

3) Endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar mættu Oddný Steina Valsdóttir og Unnsteinn Snorrason frá Landssambandi sauðfjárbænda og Sigurður Eyþórsson frá Bændasamtökum Íslands og Arnar Freyr Einarsson og Elísabet Anna Jónsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Gerðu gestir grein fyrir inntaki samningsins, helstu sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:25
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, óskaði þess að bókað yrði að nefndin fjallaði um þingmannamál og fjallað yrði um þau samkvæmt áætlun. Ekki voru hreyfðar athugasemdir við því að ÞKG, sem er áheyrnarfulltrúi í nefndinni, leggði fram bókun.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:30