31. fundur
atvinnuveganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 7. febrúar 2019 kl. 09:00


Mættir:

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00

Lilja Rafney Magnúsdóttir boðaði forföll sem og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Nefndarritari:

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun um skýrslu Fiskistofu og fékk á sinn fund
Ásgrím L. Ásgrímsson og Guðríði M. Kristjánsdóttur frá Landhelgisgæslunni, Hólmgeir Jónsson frá Sjómannasambandi Íslands, Árni Bjarnason frá Félag skipstjórnarmanna og Guðmundur Helgi Þórarinsson frá Félagi vélstjóra og málmtæknimanna.

3) Önnur mál Kl. 10:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:10