24. fundur
atvinnuveganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 6. desember 2018 kl. 09:15


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:15
Inga Sæland (IngS) 1. varaformaður, kl. 09:38
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:15
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE), kl. 09:43
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:46
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:15
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:15
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:15
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:15
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:15

Inga Sæland var á fundinum í síma milli kl. 9:38 og 9:43.
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir var á fundinum í síma milli kl. 9:43 og 9:45.
Ásmundur Friðriksson var á fundinum í síma milli kl.9:45 og 9:48.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) 144. mál - veiðigjald Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur og Ægi Pál Friðbertsson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.
Málið var afgreitt frá nefndinni af meiri hluta hennar og rita undir nefndarálit meiri hlutans. LRM, HSK, ÁsF, KÓP, NTF.
Ásmundur Friðriksson var fjarverandi við afgreiðslu málsins og ritaði undir álitið með heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis. Lýsti hann afstöðu sinni til málsins á símafundi við nefndina.

2) Önnur mál Kl. 10:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00