40. fundur
atvinnuveganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 19. mars 2019 kl. 09:00


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:00
Logi Einarsson (LE) fyrir Albertínu Friðbjörgu Elíasdótur (AFE), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 09:00
Sigríður María Egilsdóttir (SME) fyrir Þorgerði K. Gunnarsdóttur (ÞKG), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00

Nefndarritari: Birgitta Kristjánsdóttir

Logi Einarsson vék af fundi meðan umfjöllun um 2. dagskrárlið fór fram.
Logi Einarsson vék af fundi kl. 10:53.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) Strandveiðar Kl. 09:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir var viðstödd þennan lið í gegnum fjarfundarbúnað.

Nefndin samþykkti að leggja fram frumvarp um strandveiðar. Allir viðstaddir nefndarmenn samþykktu að vera á málinu.

3) 647. mál - fiskeldi Kl. 09:28
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurð Guðjónsson og Ragnar Jóhannsson frá Hafrannsóknarstofnun, Guðna Magnús Eiríksson frá Fiskistofu og Jón Gíslason, Ernu Karen Óskarsdóttur og Viktor S. Pálsson frá Matvælastofnun. Þau kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 541. mál - heiti Einkaleyfastofunnar Kl. 10:53
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigrúnu Brynju Einarsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Borghildi Erlingsdóttur frá Einkaleyfastofu og Rán Tryggvadóttur frá mennta- og menningarmálaráðuneyti og höfundaréttarnefnd. Þær kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 11:16
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:25