51. fundur
atvinnuveganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 11. apríl 2019 kl. 08:30


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 08:30
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 08:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 08:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 08:41
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 08:30
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 08:30
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 08:30
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00

Ásmundur Friðriksson boðaði forföll vegna annarra þingstarfa.
Njáll Trausti Friðbertsson boðaði forföll vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Birgitta Kristjánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Fundargerðir 47. og 48. fundar voru samþykktar.

2) 647. mál - fiskeldi Kl. 08:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund kl. 08:30 Rögnvald Guðmundsson og Jón Örn Pálsson frá Akvafuture. Þeir kynntu sjónarmið sín og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 09:15 komu á fund nefndarinnar Jón Þór Ólason, Ari Wendel og Óttar Yngvason frá Náttúruverndarfélaginu Laxinn lifi og Friðleifur Guðmundsson frá NASF, verndarsjóði villtra laxastofna. Þeir kynntu sjónarmið sín og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 710. mál - taka gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóður Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund kl. 08:30 Rögnvald Guðmundsson og Jón Örn Pálsson frá Akvafuture. Þeir kynntu sjónarmið sín og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 09:15 komu á fund nefndarinnar Jón Þór Ólason, Ari Wendel og Óttar Yngvason frá Náttúruverndarfélaginu Laxinn lifi og Friðleifur Guðmundsson frá NASF, verndarsjóði villtra laxastofna. Þeir kynntu sjónarmið sín og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 782. mál - raforkulög og Orkustofnun Kl. 10:10
Nefndin fjallaði um málið og samþykkti að senda til umsagnar.

5) 792. mál - raforkulög Kl. 10:11
Nefndin fjallaði um málið og samþykkti að senda til umsagnar.

6) 791. mál - breyting á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku Kl. 10:11
Nefndin fjallaði um málið og samþykkti að senda til umsagnar.

7) 784. mál - veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald Kl. 10:12
Nefndin fjallaði um málið og samþykkti að senda til umsagnar.

8) Önnur mál Kl. 10:12
Nefndarmenn samþykktu að leita sérfræðiálits í 647. máli, fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.)

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:13