6. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 8. október 2019 kl. 17:00


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 17:00
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 17:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 17:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF) fyrir Þorstein Víglundsson (ÞorstV), kl. 17:00
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 17:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 17:00
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 17:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 17:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) fyrir Smára McCarthy (SMc), kl. 17:00

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 17:00
Dagskrárlið frestað.

2) 190. mál - skráningarskylda félaga til almannaheilla með starfsemi yfir landamæri Kl. 17:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Áslaugu Jósepsdóttur og Rögnu Bjarnadóttur frá dómsmálaráðuneyti, Birgi Jónasson frá greiningardeild ríkislögreglustjóra, Matthildi Magnúsdóttur frá ríkisskattstjóra og Snorra Olsen ríkisskattstjóra.

Hanna Katrín Friðriksson lagði fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúi Viðreisnar í nefndinni tekur undir bókun sem fulltrúar Samfylkingar og Pírata lögðu fram um mál þetta á síðasta fundi nefndarinnar og var svohljóðandi: „Þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar í efnahags- og viðskiptanefnd gera alvarlegar athugasemdir við þau vinnubrögð sem ríkisstjórnin viðhefur í svo mikilvægum málum sem aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Svört skýrsla um frammistöðu Íslands í þeim málum kom fram 6. apríl 2018. Nú á síðustu stundu, meira en einu og hálfu ári eftir birtingu skýrslunnar, er frumvarp sem varðar málefnið sett á dagskrá Alþingis til afgreiðslu á innan við sólarhring. Enginn möguleiki er gefinn til að kalla eftir umsögnum um frumvarpið. Slíkt fúsk og kæruleysi ríkisstjórnarinnar er sannarlega ámælisvert.“

3) Önnur mál Kl. 17:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:55