7. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 9. október 2019 kl. 11:15


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 11:15
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 11:15
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 11:15
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 11:15
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 11:15
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 11:15
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 11:15
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) fyrir Smára McCarthy (SMc), kl. 11:15

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 11:15
Dagskrárlið frestað.

2) 190. mál - skráningarskylda félaga til almannaheilla með starfsemi yfir landamæri Kl. 11:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ingva Má Pálsson og Sigurbjörgu Stellu Guðmundsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Samþykkt var að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum Óla Björns Kárasonar, Ólafs Þórs Gunnarssonar, Brynjars Níelssonar, Bryndísar Haraldsdóttur og Silju Daggar Gunnarsdóttur. Oddný G. Harðardóttir, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Óli Björn Kárason, Ólafur Þór Gunnarsson, Brynjar Níelsson, Bryndís Haraldsdóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifuðu undir nefndarálit meiri hluta með breytingartillögu.

3) Önnur mál Kl. 11:35
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:35