26. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 5. desember 2019 kl. 09:15


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:15
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 09:15
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:15
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:20
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 10:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:15
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:30
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:15
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:15

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vék af fundi kl. 09:45 og Þorsteinn Sæmundsson tók sæti í hans stað.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Fundargerðir 24. og 25. fundar voru samþykktar.

2) 432. mál - breyting á ýmsum lögum um skatta Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hlyn Ingason, Rakel Jensdóttur, Írisi Hönnuh Atladóttur og Elínu Guðjónsdóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

3) 314. mál - innheimta opinberra skatta og gjalda Kl. 10:00
Dagskrárlið frestað.

4) 27. mál - tekjuskattur Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Bryndísi Gunnlaugsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

5) 10. mál - virðisaukaskattur Kl. 10:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hilmar Harðarson frá Samiðn.

6) 15. mál - stofnun embættis tæknistjóra ríkisins Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Njörð Sigurðsson frá Þjóðskjalasafni Íslands.

7) 92. mál - stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð Kl. 10:50
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þóreyju Þórðardóttur og Snædísi Ögn Flosadóttur frá Landssamtökum lífeyrissjóða.

8) 129. mál - réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins Kl. 11:15
Nefndin fjallaði um málið.

9) 381. mál - úrvinnsla eigna og skulda ÍL-sjóðs vegna uppsafnaðs vanda Íbúðalánasjóðs Kl. 11:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sturlu Pálsson, Örn Hauksson og Hákon Zimsen frá Seðlabanka Íslands og Finn Sveinbjörnsson, Björk Sigurgísladóttur og Andrés Þorláksson frá Fjármálaeftirlitinu.

10) Önnur mál Kl. 11:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:55