32. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, þriðjudaginn 17. desember 2019 kl. 10:20


Mætt:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 10:20
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 10:20
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 10:20
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS) fyrir Þorgrím Sigmundsson (ÞorgS), kl. 10:20
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 10:20
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 10:20
Smári McCarthy (SMc), kl. 10:20

Silja Dögg Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:20
Fundargerð 31. fundar var samþykkt.

2) 450. mál - breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld Kl. 10:21
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með umsagnarfresti til 13. janúar og að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður þess.

3) 451. mál - lýsing verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði Kl. 10:22
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með umsagnarfresti til 13. janúar og að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður þess.

4) Önnur mál Kl. 10:23
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:23