33. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 15. janúar 2020 kl. 15:10


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 15:10
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 15:10
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 15:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 15:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 15:10
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 15:10
Smári McCarthy (SMc), kl. 15:10

Brynjar Níelsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Sigrún Rósa Björnsdóttir
Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:10
Fundargerð 31. fundar var samþykkt.

2) 450. mál - breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld Kl. 15:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ingibjörgu Helgu Helgadóttur og Guðrúnu Ingu Torfadóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

3) 451. mál - lýsing verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði Kl. 15:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Benedikt Hallgrímsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

4) 341. mál - rekstraraðilar sérhæfðra sjóða Kl. 16:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurð Guðmundsson, Finn Þór Loftsson og Gunnar Þór Ásgeirsson frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands.

5) 361. mál - skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja Kl. 16:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Finnborgu Þórðardóttur og Gísla Örn Kjartansson frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands.

6) 15. mál - stofnun embættis tæknistjóra ríkisins Kl. 16:00
Nefndin fjallaði um málið.

7) Önnur mál Kl. 16:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:50