82. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í fjarfundur, miðvikudaginn 27. maí 2020 kl. 15:10


Mætt:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 15:10
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 15:10
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 15:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 15:10
Inga Sæland (IngS), kl. 15:10
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 15:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 15:10
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 15:10
Smári McCarthy (SMc), kl. 15:10
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 15:10

Nefndarritarar:
Steindór Dan Jensen
Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:10
Dagskrárlið frestað.

2) 811. mál - stuðningur úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti Kl. 15:10
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu.

Allir viðstaddir nefndarmenn utan Oddnýjar G. Harðardóttur og Smára McCarthy skrifuðu undir nefndarálit meirihluta og breytingartillögur, þar af Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Jón Steindór Valdimarsson með fyrirvara.

Oddný G. Harðardóttir og Smári McCarthy boðuðu að skilað yrði minnihlutaálitum um málið.

3) 711. mál - Kría - sprota- og nýsköpunarsjóður Kl. 15:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Árnínu Steinunni Kristjánsdóttur, Magnús Harðarson og Baldur Thorlacius frá Nasdaq Iceland, Nönnu Elísu Jakobsdóttur, Írisi Ólafsdóttur og Kristin Aspelund frá Samtökum sprotafyrirtækja og Þórlind Kjartansson frá Stýrihóp um nýsköpunarstefnu fyrir Ísland.

4) Önnur mál Kl. 17:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:15