50. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 1. mars 2021 kl. 15:15


Mætt:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 15:15
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 15:15
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 15:15
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 15:15
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 15:15
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 15:15
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 15:15
Smári McCarthy (SMc), kl. 15:15
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 15:15

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:15
Dagskrárlið frestað.

2) 444. mál - breyting á ýmsum lögum til einföldunar á regluverki Kl. 15:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hrefnu Díönu Viðarsdóttur, Ingu Jónu Óskarsdóttur og Arndísi Pálsdóttur frá Félagi viðurkenndra bókara, Elvu Ósk S. Wiium, Magdalenu Gestsdóttur og Hrefnu Sigríði Briem frá prófnefnd viðurkenndra bókara, Benedikt S. Benediktsson, Rannveigu Lenu Gísladóttur og Sigurjón Bjarnason frá SVÞ - samtökum verslunar og þjónustu, Guðmund Andra Bergmann frá Procura og Aðalheiði Dögg Finnsdóttur og Hörpu Fönn Sigurjónsdóttur frá Myndstef.

3) 400. mál - breyting á ýmsum lögum er varða úrskurðaraðila á sviði neytendamála Kl. 16:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Daða Ólafsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyt.

4) 344. mál - Neytendastofa o.fl. Kl. 16:50
Nefndin fjallaði um málið.

5) 258. mál - rafræn birting álagningar- og skattaskrár Kl. 16:50
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir samkvæmt heimild í fundargerð 47. fundar með fresti til 12. mars og ákvað að Smári McCarthy yrði framsögumaður málsins.

6) Önnur mál Kl. 16:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:55