69. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn föstudaginn 7. maí 2021 kl. 13:00


Mætt:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 13:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 13:00
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 13:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 13:00
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH), kl. 13:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 13:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 13:50
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 13:00
Smári McCarthy (SMc), kl. 13:00

Brynjar Níelsson vék af fundi kl. 13:40.

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerðir 59. til og með 68. fundar voru samþykktar.

2) 769. mál - breyting á ýmsum lögum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru Kl. 13:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Elínu Ölmu Arthursdóttur frá Skattinum, Heiðrúnu Björk Gísladóttur frá Samtökum atvinnulífsins og Róbert Farestveit frá Alþýðusambandi Íslands.

3) 700. mál - breyting á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs og ákvæða um tilgreinda séreign Kl. 14:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gunnar Baldvinsson frá Almenna lífeyrissjóðnum og Drífu Snædal, Þóri Gunnarsson og Hilmar Harðarson frá Alþýðusambandi Íslands.

4) 584. mál - aðgerðir gegn markaðssvikum Kl. 13:15
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu.

Allir viðstaddir nefndarmenn utan Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar skrifuðu undir nefndarálit meiri hluta og breytingartillögu.

5) 643. mál - afleiðuviðskipti, miðlægir mótaðilar og afleiðuviðskiptaskrár Kl. 13:20
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu.

Allir viðstaddir nefndarmenn utan Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar skrifuðu undir nefndarálit meiri hluta með breytingartillögu.

6) 641. mál - lykilupplýsingaskjöl vegna tiltekinna fjárfestingarafurða fyrir almenna fjárfesta Kl. 13:20
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu.

Allir viðstaddir nefndarmenn utan Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar skrifuðu undir nefndarálit meiri hluta með breytingartillögu.

7) 3. mál - tekjuskattur Kl. 13:45
Nefndin fjallaði um málið.

8) 98. mál - ástandsskýrslur fasteigna Kl. 13:50
Nefndin fjallaði um málið.

9) Önnur mál Kl. 15:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:00