75. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn föstudaginn 21. maí 2021 kl. 13:10


Mætt:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 13:10
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 13:10
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 13:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 14:00
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH), kl. 13:20
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 13:20
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 13:20
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 13:20
Smári McCarthy (SMc), kl. 13:20

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:10
Dagskrárliðnum var frestað.

2) 700. mál - breyting á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs og ákvæða um tilgreinda séreign Kl. 13:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gunnar Þór Ásgeirsson, Rúnar Guðmundsson, Jón Ævar Pálmason og Björn Z. Ásgrímsson frá Seðlabanka Íslands.

3) 791. mál - fasteignalán til neytenda Kl. 13:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Þorleifsdóttur og Guðmund Kára Kárason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir skv. heimild í fundargerð 47. fundar með umsagnarfresti til 27. maí 2021.

4) 603. mál - félög til almannaheilla Kl. 14:00
Nefndin fjallaði um málið.

5) 537. mál - gjaldeyrismál Kl. 14:00
Dagskrárliðnum var frestað.

6) 583. mál - greiðsluþjónusta Kl. 14:05
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum allra viðstaddra nefndarmanna.

Allir nefndarmenn skrifuðu undir nefndarálit og breytingartillögur.

7) 697. mál - breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld Kl. 14:10
Nefndin fjallaði um málið.

8) 625. mál - stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda Kl. 14:15
Nefndin fjallaði um málið.

9) 768. mál - skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Kl. 14:15
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum allra viðstaddra nefndarmanna.

Allir nefndarmenn, utan Smára McCarthy skrifuðu undir nefndarálit meiri hluta, þar af Rósa Björk Brynjólfsdóttir með fyrirvara.

10) Önnur mál Kl. 14:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:20