32. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 16. mars 2022 kl. 15:15


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 15:15
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 15:15
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 15:15
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 15:15
Eva Dögg Davíðsdóttir (EDD), kl. 15:15
Eva Sjöfn Helgadóttir (ESH), kl. 15:15
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 15:15
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 15:15

Jóhann Páll Jóhannsson var fjarverandi.
Guðbrandur Einarsson vék af fundi kl. 16:40.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:15
Fundargerðir 29. - 31. fundar voru samþykktar.

2) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2099 frá 23. október 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 648/2012 að því er varðar verklagsreglur og yfirvöld sem koma að starfsleyfi fyrir miðlæga mótaðila og kröfurnar fyrir viðurkenningu miðlægra mótað Kl. 15:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ingólf Friðriksson frá utanríkisráðuneyti og Guðmund Kára Kárason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

3) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/338 frá 16. febrúar um breytingu á tilskipun 2014/65/ESB að því er varðar upplýsingakröfur, afurðastýringu og stöðuhámark og tilskipanir 2013/36/ESB og (ESB) 2019/878 að því er varðar beitingu þeirra á verðbr Kl. 15:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ingólf Friðriksson frá utanríkisráðuneyti og Guðmund Kára Kárason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

4) 12. mál - úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara Kl. 15:35
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Björn Ingimarsson frá Múlaþingi, Jónu Árnýju Þórðardóttur frá verkefnisstjórn Seyðisfjarðarverkefnisins, Elías Pétursson frá Fjallabyggð, Guðrúnu Pálsdóttur, Guðmund Björgvinsson og Sólveigu Þorvaldsdóttur, Sigfús Inga Sigfússon, Gísla Sigurðsson og Ingibjörgu Huld Þórðardóttur frá Sveitarfélaginu Skagafirði, Ástu A. Pétursdóttur, Jón Örvar Bjarnason og Huldu Ragnheiði Árnadóttur frá Bjargráðasjóði og Náttúruhamfaratryggingu Íslands og Hafstein Pálsson frá umhverfis-, orku og loftslagsráðuneyti.

5) Önnur mál Kl. 16:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:55