45. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 13. apríl 2015 kl. 09:30
Opinn fundur


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:30
Helgi Hjörvar (HHj) fyrir Árna Pál Árnason (ÁPÁ), kl. 09:30
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:30
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:30
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:30
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:30
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:30

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Störf peningastefnunefndar - Skýrsla frá 16. janúar 2015. Kl. 09:30
Opinn fundur efnahags- og viðskiptanefndar um nýjustu skýrslu peningastefnunefndar til Alþingis í samræmi við 3. mgr. 24. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands.

Á fundinn mættu Már Guðmundsson Seðlabankastjóri, Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og peningastefnunefndarmaður, Gylfi Zoega prófessor í hagfræði og peningastefnunefndarmaður og Rannveig Sigurðardóttir ritari peningastefnunefndar. Gestir kynntu nefndinni nýjustu skýrslu peningastefnunefndar og svöruðu spurningum nefndarmanna efnahags- og viðskiptanefndar.

Fundi slitið kl. 11:30

Upptaka af fundinum