12. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 2. nóvember 2015 kl. 09:30


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 09:30
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:30
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:30
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 09:30
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:30
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:30

Brynjar Níelsson boðaði forföll.
Ásta Guðrún Helgadóttir vék af fundi kl. 9:45.

Nefndarritarar:
Gautur Sturluson
Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerðir samþykktar.

2) 172. mál - tekjuskattur o.fl. Kl. 09:35
Nefndin lauk umfjöllun um málið. Að nefndaráliti meiri hlutans standa Sigríður Á. Andersen, Frosti Sigurjónsson, Willum Þór Þórsson, Guðmundur Steingrímsson, Vilhjálmur Bjarnason, Guðlaugur Þór Þórðarson og Líneik Anna Sævarsdóttir.

3) 2. mál - ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016 Kl. 10:20
Á fund nefndarinnar mættu Ólafur Stephensen og Inga Skarphéðinsdóttir frá Félagi atvinnurekenda, Björg Ásta Þórðardóttir og Bjarni Már Gylfason frá Samtökum iðnaðarins og Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins. Kynntu þau umsagnir sínar fyrir nefndinni ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 11:00