6. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 7. október 2015 kl. 09:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:00

Nefndarritarar:
Gautur Sturluson
Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 1. - 4. fundar samþykktar.

2) 172. mál - tekjuskattur o.fl. Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Guðrún Þorleifsdóttir, Leifur Arnkell Skarphéðinsson, Maríanna Jónatansdóttir og Ingibjörg Helga Helgadóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og kynntu nefndinni málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Tilskipun 2014/95/ESB um breytingu á tilskipun 2013/34/ESB er varðar ársreikninga Kl. 10:30
Þessum dagskrárlið var frestað vegna tímaskorts.

4) Stöðugleikaskilyrði, stöðugleikaskattur og afnám hafta Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar mættu Arnór Sighvatsson og Ingibjörg Guðbjartsdóttir frá Seðlabanka Íslands og Guðrún Þorleifsdóttir og Leifur Arnkell Skarphéðinsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Gestir fjölluðu um stöðugleikaskilyrði, afnám hafta, stöðugleikaskatt og nauðasamningsumleitanir slitabúa hinna föllnu banka. Einnig svöruðu gestir spurningum nefndarmanna um málið.

5) 139. mál - peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka Kl. 11:47
Þessum dagskrárlið var frestað vegna tímaskorts.

6) Önnur mál Kl. 11:47
Ekki var fleira gert á þessum fundi.

Fundi slitið kl. 11:50