32. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 20. janúar 2016 kl. 09:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:15
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:30
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:00

Ásta Guðrún Helgadóttir var fjarverandi. Brynjar Níelsson vék af fundi kl. 10:55.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) 420. mál - Seðlabanki Íslands Kl. 09:00
Esther Finnbogadóttir, Hafsteinn Hafsteinsson og Lilja Sturludóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Sveinn Arason og Lárus Ögmundsson frá Ríkisendurskoðun kynntu málið fyrir nefndinni og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Þá mættu Sigríður Logadóttir og Lilja Alfreðsdóttir frá Seðlabanka Íslands, kynntu umsögn bankans og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Eignarhald og sala á Landsbankanum hf.: Stöðuskýrsla varðandi fyrirhugaða sölumeðferð. Kl. 10:00
Dagskrárlið frestað.

3) 420. mál - Seðlabanki Íslands Kl. 11:25
Á fund nefndarinnar mættu Stefán Broddi Guðjónsson frá greiningardeild Arion banka hf. og Yngvi Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja. Kynntu þeir umsagnir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:55
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 12:00