40. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 29. febrúar 2016 kl. 09:30


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:30
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:30
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Katrínu Jakobsdóttur (KJak), kl. 09:30
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:30
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:30

Sigríður Á Anderssen og Ásta Guðrún Helgadóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 39. fundar samþykkt.

2) 383. mál - fasteignalán til neytenda Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Ingibjörg Þórðardóttir og Grétar Jónasson frá Félagi fasteignasala og kynntu sín sjónarmið fyrir nefndinni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 384. mál - vextir og verðtrygging o.fl. Kl. 09:55
Á fund nefndarinnar mættu Óttar Guðjónsson og Gunnlaugur Júlíusson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Eiríkur Svavarsson frá Lögmannafélagi Íslands. Gestir fóru yfir helstu athugsemdir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 420. mál - Seðlabanki Íslands Kl. 10:25
Nefndin ákvað að afgreiða málið með nefndaráliti. Að álitinu standa Frosti Sigurjónsson form., Sigríður Á Anderssen, Willum Þór Þórsson, Guðmundur Steingrímsson, Vilhjálmur Bjarnason, Líneik Anna Sævarsdóttir,Brynjar Níelsson og Steinunn Þóra Árnadóttir með fyrirvara. Valgerður Bjarnadóttir skrifar ekki undir álitið. Allir samþykkir því að afgreiða málið úr nefnd.

5) Önnur mál Kl. 10:40


Fundi slitið kl. 10:40