56. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 9. maí 2016 kl. 09:30


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:30
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:35
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 10:00
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:18
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 10:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:30

Sigríður Á. Andersen boðaði forföll. Brynjar Níelsson vék af fundi kl. 10:00.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Frestað til næsta fundar.

2) 668. mál - fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti Kl. 09:35
Á fundinn mætti Sveinn Sölvason frá Össuri hf. Kynnti hann umsögn Össurar hf. um málið og svaraði spurningum nefndarmann.

3) Heimsókn tékknesku fjárlaganefndarinnar til Íslands Kl. 10:00
Nefndin átti fund með tékknesku fjárlaganefndinni. Svöruðu nefndarmenn spurningum nefndarmanna tékknesku nefndarinnar ásamt því að spyrja tékknesku nefndina ýmissa spurninga.

4) Hádegisfundur með japanska sendiherranum. Kl. 11:15
Nefndarmenn áttu hádegisverðarfund með japanska sendiherranum.

Fundi slitið kl. 13:00