58. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 18. maí 2016 kl. 09:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 10:00
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH) fyrir Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 09:15
Svandís Svavarsdóttir (SSv) fyrir Katrínu Jakobsdóttur (KJak), kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 10:10

Vilhjálmur Bjarnason var staddur erlendis vegna starfa fyrir þingið. Valgerður boðaði forföll fram að mætingu sinni kl. 10:10.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað til næsta fundar.

2) 667. mál - skattar og gjöld Kl. 09:05
Björn Brynjúlfur Björnsson frá Viðskiptaráði Íslands mætti á fund nefndarinnar, kynnti umsögn ráðsins um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.
Þá mætti Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, kynnti umsögn sambandsins um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 668. mál - fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti Kl. 09:55
Á fund nefndarinnar mættu Árni Sigurjónsson og Ragnheiður H. Magnúsdóttir frá Marel og Ingvar J. Rögnvaldsson, Jón Ásgeir Tryggvason og Ragnheiður Björnsdóttir frá Ríkisskattstjóra, kynntu umsagnir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Aðgerðir gegn skattaskjólum Kl. 10:50
Nefndarmenn ræddu málið.

5) 384. mál - vextir og verðtrygging o.fl. Kl. 11:15
Nefndarmenn ræddu málið.

6) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 12:00