63. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, sunnudaginn 22. maí 2016 kl. 17:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 17:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 17:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 17:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) fyrir Ástu Guðrúnu Helgadóttur (ÁstaH), kl. 17:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 17:00
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 17:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 17:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 17:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 17:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 17:00

Nefndarritarar:
Gautur Sturluson
Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 777. mál - meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum Kl. 17:00
Á fund nefndarinnar mættu Guðrún Þorleifsdóttir, Haraldur Steinþórsson, Benedikt Gíslason og Guðmundur Kárason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Ingibjörg Guðbjartsdóttir, Sturla Pálsson, Guðmundur Sigurbergsson, Rannveig Júníusdóttir, Róbert Helgason, og Jens Skaptason frá Seðlabanka Íslands og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Ákveðið að afgreiða málið frá nefndinni með nefndaráliti allir nefndarmenn samþykkir því að málið sé afgreitt frá nefnd. Að áliti meiri hluta standa Frosti Sigurjónsson formaður, Brynjar Níelsson framsögumaður, Guðmundur Steingrímsson, Vilhjálmur Bjarnason, Sigríður Á. Andersen, Líneik Anna Sævarsdóttir og Willum Þór Þórsson og Valgerður Bjarnadóttir. Katrín Jakobsdóttir skilar minnihlutaáliti sem Birgitta Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi styður.

2) Önnur mál Kl. 18:35
Ekki var fleira gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 18:40